top of page
Search

Verði blogg

Í nóvember ár hvert fer fram eitthvað sem kallast National Novel Writing Month. Upp á amerísku hefur nafnið verið stytt niður í NaNoWriMo og er þetta verkefni nú að líta sitt tuttugasta starfsár. Ég heyrði af verkefninu í gegnum bók sem ég hef verið að hlusta á sem heitir Creatvie calling eftir Chase Jarvis og á föstudaginn skráði ég mig til leiks. Markmið þeirra sem skrá sig er að skrifa 50.000 orð í mánuðinum og ætlaði ég mér að skrifa í Gula eldhúsinu, bókarhugmynd sem ég hef gengið með um alllangt skeið. Síðar sama dag laust niður hugmynd í kollinn á mér. Hvað með að blogga um töfraleit í hversdagslífinu? Þar sem ég set mér það markmið að skrifa daglega í einn mánuð um töfra sem verða á vegi mínum. Ég sá fyrir mér að hinn grámyglulegi janúar væri fullkominn mánuður til verksins. Um helgina gat ég ekki sleppt hugmyndinni um töfradagbók. Slík dagbók getur virkað inn á mörg svið:


- Ég einbeiti mér að því að skrifa daglega. Gef því bæði tíma og rými.

- Ég einbeiti mér að því sjá eitthvað fallegt í lífi mínu og aðstæðum.

- Ég opinbera rödd mína.


Ég bræddi þetta aðeins með mér. Verandi hrúturinn sem ég er þá voru talsverðar líkur á því að þegar janúar rynni upp þá fyndist mér hugmyndin bara alls ekkert spennandi lengur. Svo á vogarskálarnar voru sett þetta blogg og Gula eldhúsið og ég hugsaði að þar sem hin hugmyndin væri hvort sem er gömul og myndi alltaf krefjast viss átaks af myndi hálfu að vinda í gang aftur, þá kannski skipti ekki öllu þó ég ýtti því aðeins á undan mér áfram. Ég veðjaði á hross hinnar fersku hugmyndar og set mér það einbeitta markmið að blogga daglega í nóvember. Ég ætla að breyta NanoWriMo markmiði mínu yfir í blogg og set viðmiðið við 1000 orð á dag. Það verður þó að viðurkennast að stærsta áskorunin er að hafa daglega þáttinn í lagi.


Hér getur allt gerst

Töfrar dagsins í dag er tæknin. Eina morgunstund hef hrint í framkvæmd hugmynd sem var að fæðast. Hlutirnir eru innan seilingar handar úr rauða hægindastólum mínum, ég þarf ekki einu sinni að fara út úr húsi til að geta gert það sem mig langar til í dag. Ég þarf ekki að kaupa dýra þjónustu heldur bara setjast við tölvuna og smíða mína eigin síðu. KvissBúmmBang! Ég var auðvitað næstum farin að flækja þetta svolítið þar sem maður getur inn á stjórnborði Wix, þar sem þessi síða er gerð, gert allskonar. Meðal annars hefur maður valkost um að setja inn podköst, ég var eitthvað að vandræðast með það, en eftir svolítinn tíma við að reyna að finna út úr þeim þætti minnti ég mig á hvað ég var að gera og sá valmöguleiki getur bæst við seinna. Ég ætla ekki að byrja á að flækja þetta þannig að framkvæmdin verði óyfirstíganleg á fyrstu metrunum. Nei. Hafa þetta einfalt. Fylgja yfirlýstu markmiði mínu og byrja að skrifa.


Ég bætti aðeins um betur og fjárfesti í mínu eigin léni. Ég komst að því að annska punktur allskonar var laust. Ég hefði getað verið .com og .net til að mynda, en ég valdi að vera annska.org Það er eitthvað svo táknræn ending á bloggsíðu. Og nú kæru vinir get ég orgað að vild undir eigin nafni.

 
 
 

Comentarios


Töfradagbókin

Að hugsa upphátt​
  • White Facebook Icon
  • White Twitter Icon
  • White Pinterest Icon
  • White Instagram Icon

Thanks for submitting!

bottom of page